Course One
LANGVINNIR HÖFUÐVERKIR
LANGVINNIR HÖFUÐVERKIR
Couldn't load pickup availability
Höfuðverkir, mildir eða slæmir, eru mjög algengir. Svo algengir að flestir einstaklingar telja ekki ástæðu til að láta skoða það nánar. Engu að síður hafa höfuðverkir oft margvísleg áhrif á líðan fólks og draga úr lífsgæðum og vinnufærni. Að vinna vel úr höfuðverkjavanda krefst oft aðkomu þverfaglegs hóps aðila með breiða sérþekkingu sem geta veitt einstaklingum heildræna aðstoð með heilsuvandann.
Á námskeiðinu „Langvinnir höfuðverkir – leiðir til betri heilsu og virkni“ verður fjallað um mismunandi gerðir höfuðverkja, rætt um tengd heilsuvandamál (s.s. almenna verki, þreytu, streitu og óæskilegar tilfinningar) og fjallað um meðferðarleiðir til betri líðan, þar á meðal um líkamsæfingar, slökun, breytt mataræði, úrvinnslu óheppilegra tilfinninga og lyfjameðferð.
Hverjum þátttakanda býðst að svara nokkrum matslistum og fá skriflega endurgjöf varðandi stöðu höfuðverkjavandans og tengdra vandamála samkvæmt matslistunum.
Sérvalinn hópur fagaðila stendur að námskeiðinu; tveir læknar, sálfræðingur, sjúkraþjálfari, sérfræðingur í streitustjórnun og slökun og næringarfræðingur.
Námskeiðið er samtals 8 klukkustundir, tvær klst í senn í fjögur skipti. Hverjum þátttakanda býðst að taka einn aðstandanda með sér á námskeiðið, viðkomandi að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar og skráning er á geta.health
Næsta námskeið verður haldið dagana 21, 23, 28. og 30. maí
klukkan 15-17 alla þessa daga.
Námskeiðið er haldið í fræðslusal Þrautar ehf. að Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.
Einnig er hægt að taka þátt í fjarfundi á Zoom.
Nánari upplýsingar: hello@geta.health
Fyrirlesarar:
Ólafur Árni Sveinsson - Heila- og taugalæknir
Arnór Víkingsson - Gigtlæknir
Ágústa Ýr Sigurðardóttir - Sjúkraþjálfari
Eggert S Birgisson - Sálfræðingur
Hugrún Guðmundsdóttir - Félagsráðgjafi MA, núvitundar- og jógakennari, markþjálfi
Freydís Guðný Hjálmarsdóttir - Næringarfræðingur
Share

