Course One
SLITGIGT Í HNJÁM OG MJÖÐMUM
SLITGIGT Í HNJÁM OG MJÖÐMUM
Couldn't load pickup availability
LEIÐIR TIL BETRI HEILSU OG VIRKNI
Slitgigt í hnjám og mjöðmum er mjög algengt vandamál og ein algengasta ástæða skertrar hreyfifærni hjá einstaklingum sem eru komnir yfir miðjan aldur. Þó að slitgigt sé ekki lífshættulegur sjúkdómur skiptir miklu fyrir einstaklinga að ná sem bestum tökum á
heilsuvandanum því verkir, stirðleiki, slakari svefn auk hreyfihindrunar geta skert athafnafrelsi og lífsgæði umtalsvert. Framfarir á sviði meðferðar við slitgigt hafa verið miklar á síðustu árum og áratugum. Meðferðarinngrip geta verið margskonar þar sem ýmsar heilbrigðisfagstéttir koma að til hjálpar.
Á námskeiðinu „Slitgigt í hnjám og mjöðmum – leiðir til betri heilsu og virkni“ verður fjallað um eðli og áhrif slitgigtar, rætt um tengd heilsuvandamál (s.s. almenna líkamsverki, streitu og svefnleysi) og veitt fræðsla um meðferðarleiðir; þar á meðal um sjúkraþjálfun og rétta líkamsþjálfun, kennd grunnatriði í slökun til að draga úr verkjum og streitu, rætt um svefnbætandi leiðir og fjallað um hlutverk lyfjameðferðar, liðspeglana og liðskiptaaðgerða.
Sérvalinn hópur fimm fagaðila stendur að námskeiðinu: bæklunarlæknir, gigtarlæknir,
sálfræðingur, sjúkraþjálfari og sérfræðingur í streitustjórnun & slökun.
Hverjum þátttakanda býðst að svara nokkrum matslistum um líðan sína og færni og fá skriflega endurgjöf um heildarstöðu sína samkvæmt matslistunum. Þetta mat er ekki ígildi einstaklingsviðtals við fagaðila.
Námskeiðið er á vegum GETA ehf. en er unnið í samstarfi við Klíníkina ehf. Námskeiðið er samtals 6 klukkustundir, tvær klst. í senn í þrjú skipti. Hverjum þátttakanda býðst að taka einn aðstandanda með sér á námskeiðið viðkomandi að kostnaðarlausu. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Þrautar ehf. á Höfðabakka 9 en einnig er hægt að taka þátt í gegnum fjarþjónustu.
Næsta námskeið verður haldið í september 2024.
Sérstakt kynningarverð er á námskeiðinu, 29.000,- kr.
Fyrirspurnir og skráning á eggert@geta.health
Hjálmar Þorsteinsson Bæklunarskurðlæknir
Arnór Víkingsson Gigtarlæknir
Eggert S. Birgisson Sálfræðingur
Hugrún Guðmundsdóttir Félagsráðgjafi MA, núvitundar- og jógakennari, markþjálfi
Ágústa Ýr Sigurðardóttir Sjúkraþjálfari
Share

